Synopsis
Podcast by Hefnendurnir
Episodes
-
Hefnendurnir 157 – Öfundarréttur
21/03/2018 Duration: 01h28minHetjurnar okkar taka fyrir Ríkharðlífi Harmon, endalok Ævintýratímans, endurgerðan brjálaðan búálf og útvíkkaða Draumaheima ásamt umræðum um viljandi og óviljandi dónaskap og meistarmánaðagláprestarnar hans Hulkleiks
-
Hefnendurnir 156 - He-Man Íslands
13/03/2018 Duration: 01h20minÆvorman og Hulkleikur ræða um risa í heimildamyndum og tölvuleikjum, þrumuguði í froska- og kvenlíki og eftirsjárverða andargogga í Marvel og Star Wars. Hey bara enn einn drulluslaki dagurinn í Hefnendaturninum. Hefnendurnir eru í boði Nexus. Nexus: Resistance is futile.
-
Hefnendurnir 155 – Marbendlaður við Óskarinn
06/03/2018 Duration: 01h50minÆvar og Hulli ræða námsferil Eriks Killmongers, tímaferðalög Kobba Kviðristu, Besta hlutverk Rockwells, gleymda minningu West og ástarljóð Del Toros.
-
Hefnendurnir 154 – Þagnarræðan
01/03/2018 Duration: 01h25minHulli snýr aftur frá Berlín og hann og Ævar ræða um úrslit Eddunnar, allt þetta dót sem er búið að vera að gerast síðan þeir hittust síðast, leiðrétta sjálfa sig og hlusta síðan á þakkarræðuna sem heyrðist ekki. Svo halda þeir í myrkviði Pardusdýrsins.
-
Hefnendurnir 153 - Þetta Eddast!
13/02/2018 Duration: 01h41minHetjurnar okkar hittast á ný eftir langa fjarveru frá hvorum öðrum, fallast í faðma og ræða um víðfeðmt umfjöllunarefni eins og koddalausar flugfarir, meint fánýti fagverðlauna, illa hirta þúsaldarfálka, brynjuklædda brjóstvöðva og auðvitað Lobay.
-
Hefnendurnir 152 - Ásgeir Kolberbatch
06/02/2018 Duration: 01h31minÆvar er með Stokkhólmsheilkenni þannig að Hulli fær Lóu Hjálmtýs aftur sem gestaHefnenda og þau ræða dvergvaxna Íslandsvini sem borða fólk, nineties leikkonur sem trufla tímalínur og uppstökka unglinga sem engjast í undirmeðvitundum uppkominna einstaklinga.
-
Hefnendurnir 151 - Critic Bashing Time
01/02/2018 Duration: 01h27minÆvar er í Svíþjóð að representa land og þjóð þannig að Hulli ræður Lóu sem gestaHefnenda og þau ræða Bobcat Goldthwait, fjarlæga brauðristarfeður og bróður Búffans í Stand By Me.
-
Hefnendurnir 150 – Andabæjaraðdáendur
23/01/2018 Duration: 01h40minHlunkurinn og Járnmennið halda upp á óvæntan hundraðastaogfimmtugasta þátt sinn með ofhlæði af athyglisbresti, málvillum og óákveðni. Sandrés Önd kíkir í heimsókn og þau ræða allt á milli Abbey og Abba.
-
Hefnendurnir 149 - General Meryl
15/01/2018 Duration: 01h59minÆvorman og Hulkleikur vígja nýja aðstöðu í Hefnendaturninum með tuði um finnskar/írskar/íslenskar kveðjur, áfengiverslanir og barnaheimili í Enterprise, Berry-kisuna vs Leto-jókerinn og að lokum telja þeir upp besta sjónvarp 2017 Hefnendurnir eru í boði nexus. Nexus: Resistance is futile.
-
Hefnendurnir 148 - Fúkyrði Prófessorsins
01/01/2018 Duration: 01h23minÆvar og Hulli tala um springfieldskan húðlit, upphafsstef stjörnuferða, dyramottu tímalávarða, kapteinasokka og telja svo upp uppáhalds kvikmyndir sínar 2017.
-
Hefnendurnir 147 - StarWarsHolidaySpecial
25/12/2017 Duration: 02h04minHefnendur eru á fullu við að borða alltof mikið af reyktu svínakjöti, opna gjafir og drekka jólaöl til að taka upp venjulegan þátt. Þess vegna ætla þeir að birta í staðinn áður óútgefna upptöku frá því í fyrra. The Star Wars Holiday Special er líklega ein versta mynd allra tíma. Mögulega sú versta. Hún er allavega langversta Star Warsið. Þess vegna ákváðu Hefnendur að horfa á lengstu þekktu útgáfu af myndinni og tala yfir hana. Gera svona Commentary. Með Lóu Hlín (Lóbó) Hjálmtýsdóttur.
-
Hefnendurnir 146 - Bangsalundar V Kristalsrefir: Dawn of Nerdrage
18/12/2017 Duration: 02h07minHefnendárinu lýkur senn og því er viðeigandi að hetjurnar okkar líti um öxl á allt það stærsta sem hefur gengið á, í einum feitum áramótaannál! Þar verður imprað á öllu frá tortímingu og trekki, krípum og myrkraheimum og hæfilegum skammti af undrakonum og gömlum körlum að lesa vitlaus umslög. Að auki fer fram ítarleg umfjöllun um nýjasta kafla stjörnustríðsbálksins og örlög hinsta væringjans. Always.
-
Hefnendurnir 145 - Chrismas Special
11/12/2017 Duration: 01h13minHulli og Ævar tala um afar spennandi hluti eins og afar mikla ást Hulla á Ævari, afar spennandi prump, það sem Grant Morrison þykir afar gaman að horfa á, afar slæma skinkusamloku, afar óhugnanlega sólmyrkva og afar góðhjartaðar alvöru ofurhetjur.
-
Hefnendurnir 144 - Í myrkum bjánafjöllum
04/12/2017 Duration: 01h39minHetjurnar okkar koma seint til leiks þessa vikuna en bjóða upp á tregafulla umræðu um endalok hins myrka alheims, reffilegan refsanda, stjörnustæla Tarantino og líka hvort það sé í lagi að vera leiðinlegur ef maður er að gera list.
-
Hefnendurnir 143 - M-orðið
27/11/2017 Duration: 01h46minÆvar og Hulli ræða samskiptaleiðir íslenskra dægurgoða, poppkúltúrreferensa framtíðarinnar, muninn á stroke og pool, misskilda mömmufordóma, dónakalla og ljóta brandara.
-
Hefnendurnir 142 - Gotham of the rings
20/11/2017 Duration: 01h46minHetjurnar okkar prúðu henda í umræðuveislu um tilvistarkreppu tölvutengja, tilvistarkreppu Hringadróttinssögu, tilvistarkreppu Batmans, tilvistarkreppu treilara og tísera, tilvistarkreppu vídeóleigunnar og tilvistarkreppu flokkanna á kvikmyndum og sjónvarpi. Sartre hvað? *Klíng*
-
Hefnendurnir 141 -Farðu Louie! Við erum að reyna að tala um Viggó Viðutan!
13/11/2017 Duration: 01h16minÍ nýjasta þætti Hefnenda ræða Hulkleikur og Ævorman um mögulegan stjörnuþríleik, dévítans Disneyvæðinguna, óskalistann sinn í myndasögusjónvarpi og ofurkonu að sparka í karlpung. Síðan þarf að ræða aðeins alvarlegri mál á alvarlegri nótum í nýja dagskrárliðnum Æi fokk, seriously? Þú líka?! Afhverju? Dísis fokking kræst hvað er að?!
-
Hefnendurnir 140 - Rotin Raddbönd (Live)
06/11/2017 Duration: 01h19minÆvarúlfurinn og Hullvítið setjast á TwinPeaks-esque sviðið í hryllingsholunni Húrra og hljóðrita Live bloodcast fyrir framan áhorfendur sem eru fleiri en puttahnífar Freddys en færri en endurkomur Jasons. Þeir ræða byssuleysi grímuklæddra morðingja, sjálfstæð vélmenni og réttdræpar nasistazombíur. Ævar reynir að tala um örlög Corey Feldman en Hulla finnst það of hryllilegt fyrir þetta hryllings-special Hefnenda!
-
Hefnendurnir 139 - Ég vild'ég væri orðin lítil fluga!
30/10/2017 Duration: 01h03minÆvar mætir eldsnemma í Hullbunkerinn og þeir ræða lélegustu endurgerð ársins, sumé kosningarnar og stórasta land í heimi, sumsé Asgard (Ekki Ásgarð því það er munur á Asgard og Ásgarði). Svo reyna þeir að fatta hvort 2049 sé klámvætt eða feminískt ár og svo koma auglýsingar. Og hvílíkar auglýsingar! Og meira. Ágætur þáttur sko.
-
Hefnendurnir 138 - Pabbafliss
23/10/2017 Duration: 01h09minHulli er með of bilaðan heila til að podcasta en Ævar kveikir samt á upptökutækinu og þeir tala um bókasafnsbiturð skrípasöguskálds, skyggn augu með heyrn, rasisma og hvernig kvikasilfur getur bjargað heiminum.