Synopsis
Podcast by Hefnendurnir
Episodes
-
Hefnendurnir 57 - Kartöflur og salat
30/03/2015 Duration: 01h31minÍ nýjasta þætti takast Hulkleikur og Ævorman á um endalok Simpsons söfnunaráráttunnar, hriplekan stólaleik og kíkja í heimsókn til Ólafíu Erlu vinkonu þeirra áður en þeir raðhylla djöfuls djörfungina í nýju Daredevil seríu Netflix og Marvel.
-
Hefnendurnir 56 - Karlar Sem Hata Nörda
23/03/2015 Duration: 01h48minHefnendur bana þynnkunni á ísfirsku bístrói með brösulegum árangri er þeir láta dæluna ganga um kirkju vísindanna, fruss prumpsins og flug kraftgallans. Við biðjumst velvirðingar á hljóðinu en þessi þáttur var tekinn upp meðal fólks. Fokking fólk.
-
Hefnendurnir 55 - Hinsta flug skjaldbökunnar
16/03/2015 Duration: 01h11minAð þessu sinni er þátturinn allur tileinkaður meistara Terry Pratchett, þar sem Ævorman fær til sín góða gesti til að ræða um helstu verk Pratchett, persónur og arfleið sem spannar allan diskinn, allt frá Klatch til Ankh-Morpork, and that’s cutting me own throat!
-
Hefnendurnir 54 - Who Wants To Liv Forever
09/03/2015 Duration: 01h17minHugleiðingin og Ævintýrið settu sig í sitthvora útlegðina í sitthvorum landshlutanum að skrifa hugleiðingar og ævintýri. En þeir létu það ekki stöðva sig og hljóðrituðu sitt fyrsta símvarp. Umræðuefnið? Nú auðvitað Liv Tyler.
-
Hefnendurnir 53 - Pling the ging
02/03/2015 Duration: 01h53minÍ extra löngum þætti kíkja hetjurnar keiku í kaffi og velta fyrir sér óþörfum framhöldum, borgarstjórabrölti og myndasögum Millars áður en þeir plinga the ging og halda upp á átján ára afmæli Buffy með pomp og prakt.
-
Hefnendurnir 52 - They live! (upptaka af live þætti Hefnenda)
23/02/2015 Duration: 59minHulkleikur og Ævorman þurfa að gera upp sakirnar eftir dramatískar vendingar í síðasta þætti og gera það með stæl í fyrstu live upptöku á hefnendaþætti. Að auki koma góðir gestir eins og jarðarbúinn Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og lífskúnstnerinn Jón Mýrdal sem og skemmtiatriði frá Uglu og Sögu úr Ástinni og leigumarkaðinum.
-
Hefnendurnir 51 - What The Who Do We Know
16/02/2015 Duration: 01h24minÍ fimmtugastaogfyrsta þætti halda Hefnendurnir uppá fimmtíuogeins árs afmæli Doctor Who með líflegri umræðu um þennan besta sjónvarpsþátt allra tíma. En umræða þessi reynist Hefnendunum ofviða og stefnir vináttu þeirra í hættu...
-
Hefnendurnir 50 - Shades Of Vei!
09/02/2015 Duration: 01h48minHefnendurnir fagna fimmtugsafmælinu með extra löngum þætti þar sem Hulkleikur og Ævorman ræða um pavlóvur Schrödingers, geimveruglannaskap og miðaldra laugardagsgrínista áður en söngkonan og kynjapælarinn Anna Tara Andrésdóttir mætir í heimsókn til að hirta þá og fræða um leyndardóma skuggana fimmtíu.
-
Hefnendurnir 49 - Diplómatísk friðhelgi
02/02/2015 Duration: 01h17minHefnendurnir hefna um gramm af Kanye, Marvelös lóafréttir og ris og fall Júpiters áður en þeir kynna til sögunnar nýjan dagskrárlið, spjalla um spjallþáttastjórnanda og kommenta á kommentakerfi. Hulkleikur lætur þó síðan ekki Berlínarútlegð sína stöðva sig og sendir angurvært sendibréf mitt úr hjarta meginlands Evrópu.
-
Hefnendurnir 48 - Ástin og bleyðumarkaðurinn
26/01/2015 Duration: 01h26minHefnendurnir gerast amorískir í tilefni verðandi Valentínusar og velta fyrir sér ástum ofurhetja, ástum vélmenna og ástum morgunverðarklúbbsins áður en þeir sæka sig upp og beina grænum og köldum hjörtum sínum inn á við og skoða abstrakt og veraldlegar upplifanir sínar í ástarmálum.
-
Hefnendurnir 47 - Fyndin er grimmdin
19/01/2015 Duration: 01h08minRagneto kemur óvænt í heimsókn til hetjanna okkar og þrenningin þráláta þræðir sig gegnum skeggtísku, spurningabombubombur, grimmd í gríni og innrásir á Gúbíter, áður þeir velta fyrir sér kvenkyns afturgöngumorðingjum og hvort að „Nei“ sé í raun og veru ekkert svar.
-
Hefnendurnir 46 - Tvöþúsund Og Furious
12/01/2015 Duration: 01h16minHefnendurnir tala um skólun Hulkleiks í HÍ, karlasmekk nineties ljóska og ofurhetjuofhlæði Hollywoods áður en þeir telja upp helstu tilhlakkanir hvað varðar kvikmyndir á komnu ári.
-
Hefnendurnir 45 - Je Suis Kamala Khan
05/01/2015 Duration: 01h11minHetjurnar hugumprúðu fá félaga Ragneto í heimsókn til að rabba um meistara algeimsins, þeldökkan þríbura og Frozen áráttu Hulkleiks áður en þeir hugleiða hroðalega atburði í París og þýðingarþrungna meiningu þeirra.
-
Hefnendurnir 44 - Aftur til framsóknar
29/12/2014 Duration: 01h05minÍ fyrsta þættinum á nýju ári horfa hetjurnar okkar til framtíðarinnar þar sem þeir takast á við tækniframfarir, pæla aðeins í nútímanum og horfa um öxl er þeir skoða Skaupskrif.
-
Hefnendurnir 43 - Tárin bakvið þrívíddargleraugun (Áramótaannáll Hefnendanna 2014)
22/12/2014 Duration: 01h26minHulkleikur þenur út tárkirtlana og Ævorman skellir sér í Hulkbuster brynjuna sína er þeir útkljá nördaárið sem er að líða með stæl í sérstökum áramótaannál Hefnendanna.
-
Hefnendurnir 42 - Meiningin bakvið jólin, alheiminn og allt
15/12/2014 Duration: 02h07minGiljahulk og Ævorstaur fá Jarðarbúahöfðingjann Benjamín Sigurgeirsson í heimsókn og ræða baráttu kóngulóarkonunnar við jólaköttinn, þolanleika miðju-Malcolms, örlög Loka Laufeyjarsonar og afmælisdag frelsarans. Auk þess mætir Lóa hjálmtýs og gaggrýnir bók og allir eru glaðir og gleðileg jól.
-
Hefnendurnir 41 - Stjórnræningjarnir
08/12/2014 Duration: 01h06minHulkleikur og Ævorman spá í slímugum sniglum, þrasa um þunglyndar mörgæsir, skemmtigarð Skerláks og falla fyrir fúríuvegi óða Max áður en þeir gaggrýna nýja íslenska myndasögu og setja á sig sjóræningjahatta til að umbreytast í útibú frá Útvarpi Sögu.
-
Hefnendurnir 40 - Hin Heilaga Grýla
01/12/2014 Duration: 01h10minHetjurnar okkar ræða um ný andlit í röðum kvikmyndaðra ofurhetja, impra á norður kóreskum tölvuhryðjuverkum og spá aðeins í sérstökum jólaþáttum áður en þeir stinga sér á kaf í hafsjó af jólafróðleik.
-
hefnendurnir 39 - Tom Cruise fær ekki að ríða um jólin
24/11/2014 Duration: 01h17minHefnendurnir fá post-apocalyptic-norse-god-kung-fu-steampunk -trilógíuhöfundinn Emil hjörvar Petersen í heimsókn, ræða um nýjustu treilerana og búa til eitt stykki jólamyndadagatal handa jarðarbúum.
-
Hefnendurnir 38 - Úr að ofan
17/11/2014 Duration: 59minHefnendur spá og spekúlera í hugsanlegu sjónvarpi frá helvíti, látnum leikstjóra, ómerkilegum ofurhetjuþáttum og fáránlegu fatavali félagslega fatlaðra fróðleiksmanna.